Vorum að fá í sölu þessa fallegu þakíbúð í Vistabella Golf.
Íbúðinni fylgir túrista leyfi
Íbúðin er björt og búin fallegum húsgögnum sem fylgja með.
Eldhús og stofa í opnu og björtu rými. Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Íbúðin snýr í suður. Góðar svalir út frá stofunni, þar er stigi upp á 80 fm þaksvalir.
Það fylgir allt með íbúðinni.
Allur borðbúnaður, gardínur, rúm o.fl.
Nýlegur sófi í stofu, ný þvottavél.
Á svölunum er borð og stólar.
Á þaksvölum er Pergola, sófi, borð og sólbekkir.
Vistabella Golf er lítill, kósý bær. Þar er mikil uppbygging.
Mikil þjónusta í bænum. Matvöruverslun, apótek, læknir, hárgreiðslustofa, veitingahús, barir.
Flottur golfvöllur sem er í mikilli uppbyggingu líka.
Smelltu hér til að skoða yfir 200 penthouse íbúðir á Costa blanca suður svæðinu á verði frá 114.000 evrum.
Í Leitarvél eru flestar eignir settar undir Orihuela og Orihuela costa þó að þær séu í Villamartin, Punta prima La Zenia, Los dolses og öllum þessum vinsælustu svæðum. Best að skoða kort neðst á síðu eignarinnar til að átta sig á staðsetningu.
Skoða allt um kaupferlið hér.
Við getum aðstoða með að sækja um allt að 70% lán.