Glæsileg þakíbúð í Villamartin. Flott staðsetning í rólegu hverfi, í göngufæri við ýmsa þjónustu.
Stofa og eldhús í opnu rými. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi. Lítið þvottahús innaf eldhúsi.
Íbúðin er björt og rúmgóð, útgengi á svalir frá stofuog einu svefnherbergi.
Stórar svalir í suðvestur - Þaksvalir eru sameiginlegar - Lokaður sundlaugargarður .
Á þaksvölunum er frábær grillaðstaða, grasteppi og einstakt útsýni. Sér lokuð geymsla á þaksvölunum fylgir íbúðinni .
Af svölum íbúðar er útsýni yfir góðan lokaðaðan sundlaugargarð og leiksvæði fyrir börnin.
Bílskúr í bílakjallara með rafknúinni hurð.
Glæsilegt útsýni.
Stutt í alla þjónustu, verslanir og veitingastaði.
Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni.
Ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli.
Einstakt tækifæri til að eignast glæsilega eign á fínu verði í frábæru umhverfi.
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í nágrenninu, t.d. ca. 10 mín göngufæri í Villamartin Plaza og ca. 20 mín. göngufæri í La Fuente. Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15-20 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira.
Fjölbreytt úrval golfvalla er í næsta nágrenni, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri.
Íbúðin afhendist eftir samkomulagi. Frábær lúxuseign til útleigu. El Limonar, einn besti einkaskólinn á Spáni er í næsta nágrenni.
Smelltu hér til að skoða yfir 200 penthouse íbúðir á Costa blanca suður svæðinu á verði frá 114.000 evrum.
Í Leitarvél eru flestar eignir settar undir Orihuela og Orihuela costa þó að þær séu í Villamartin, Punta prima La Zenia, Los dolses og öllum þessum vinsælustu svæðum. Best að skoða kort neðst á síðu eignarinnar til að átta sig á staðsetningu.
Skoða allt um kaupferlið hér.
Við getum aðstoða með að sækja um allt að 70% lán.