Íbúð Lomas de Cabo Roig
Yndisleg íbúð með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og þakverönd með sjávarútsýni!
Okkur er ánægja að kynna þessa fallegu íbúð staðsett á hinu vinsæla svæði Lomas de Cabo Roig. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi með innbyggðum fataskápum, 2 glæsileg baðherbergi, björt og rúmgóð stofa með opnu eldhúsi, verönd fyrir utan stofu og stór þakverönd með frábæru útsýni yfir sameign með sundlaug, auk þess er fallegt sjávarútsýni. Íbúðin selst með húsgögnum, tækjum og loftkælingu. Íbúðin er almennt vel búin og í háum gæðaflokki, meðal annars gólfhiti á báðum baðherbergjum og í stofu og eldhúsi.
Einkabílastæði í bílakjallara.
Í sameign eru stór græn svæði, tvær sundlaugar og nuddpottur.
Lomas de Cabo Roig er í um það bil 45 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante. 5 mínútur að ganga í röð góðra veitingastaða og kaffihúsa. Það er líka matvöruverslun í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá íbúðinni.
Hin vinsæla verslunarmiðstöð "Zenia Boulevard" og nokkrir 18 holu golfvellir eru staðsettir í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá íbúðinni.
Smelltu hér til að skoða yfir 200 penthouse íbúðir á Costa blanca suður svæðinu á verði frá 114.000 evrum.
Í Leitarvél eru flestar eignir settar undir Orihuela og Orihuela costa þó að þær séu í Villamartin, Punta prima La Zenia, Los dolses og öllum þessum vinsælustu svæðum. Best að skoða kort neðst á síðu eignarinnar til að átta sig á staðsetningu.
Skoða allt um kaupferlið hér.
Við getum aðstoða með að sækja um allt að 70% lán.