Eitt besta útsýnið yfir Miðjarðarhafið.
Fallegar íbúðir í Finestrat. Með útsýni yfir strendur Benidorm, frá öllum hæðum af sólríkum veröndunum sem allar snúa í suður.
Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Eldhús í opnu rými með stofunni og útgengi á stóra verönd.
Svefnherbergin eru stór og með fataskápum, útgangur á verönd frá herbergjum. Baðherbergi með sturtu og hita í gólfi.
Þakíbúðir eru á tveimur hæðum. Á neðri hæð er eldhús, stofa, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi og verönd. Á efri hæð er opið rými og baðherbergi og útgengi á þaksvalir. Þakíbúðum fylgir tengi fyrir heitapott.
Heimilistæki í eldhús ásamt þvottavél fylgir öllum eignunum. Einnig fylgir stæði í bílageymslu og geymsla.
Það eru nokkrar gerðir af íbúðum í blokkunum: Jarðhæðir fylgir kjallari sem hægt er að nota sem stækkun á íbúðina. Íbúðir á fyrstu, annarri, þriðju, fjórðu hæð og þakíbúðir á fimmtu hæð.
Hægt er að velja á milli 2, 3 og 4 svefnherbergi og 2 til 3 baðherbergi.
Í þessum kjarna er eitthvað fyrir alla. Það er mikið lagt í þægindi og allsherjar lúxus. Einnig er þeim mikilvægt að það sé aðgengi fyrir alla.
Sameiginlega svæðið býður meðal annars uppá:
Íþróttasvæði fyrir allskonar íþróttir
Sundlaugasvæði með loftræstingu
Sælkeraherbergi
Sundlaugar og nuddpott
Sturtur á útisvæði
Lestrarsvæði
Líkamsræktarstöð
Slökunarsvæði
Samvinnurými
Fjarvinnusvæði
Hjartamælingarstöð
24 stunda eftirlit
Snjallpósthólf
Æfingasvæði fyrir hunda
Ilmgarð
Útsýnisvæði
Leiksvæði fyrir börn
Biofitness æfingasvæði
Smelltu hér til að skoða yfir 200 penthouse íbúðir á Costa blanca suður svæðinu á verði frá 114.000 evrum.
Í Leitarvél eru flestar eignir settar undir Orihuela og Orihuela costa þó að þær séu í Villamartin, Punta prima La Zenia, Los dolses og öllum þessum vinsælustu svæðum. Best að skoða kort neðst á síðu eignarinnar til að átta sig á staðsetningu.
Skoða allt um kaupferlið hér.
Við getum aðstoða með að sækja um allt að 70% lán.